
Símtöl
Hringt er úr tækinu á venjulegan hátt
þegar höfuðtólið er tengt við það.
Til að hringja aftur í númerið sem
síðast var hringt í (ef farsíminn styður
þennan möguleika með höfuðtóli) er
ýtt tvisvar á svartakkann þegar ekkert
símtal er í gangi.
Til að gera raddhringingu virka
(ef síminn styður þennan möguleika
með höfuðtólinu) er svartakkanum
haldið inni í u.þ.b. 2 sekúndur þegar
ekkert símtal er í gangi. Farðu eftir

ÍSLENSKA
leiðbeiningunum í notendahandbók
farsímans.
Ýtt er á svartakkann til að svara
símtali eða leggja á. Símtali er hafnað
með því að ýta tvisvar sinnum
á þennan takka.
Til að slökkva eða kveikja
á hljóðnemanum meðan talað
er í símann skaltu ýta á
hljóðstyrkstakkann. Höfuðtólið gefur
frá sér tón og viðeigandi tákn birtist
í tækinu (ef það er stutt af tækinu).
Til að flytja símtal úr höfuðtólinu yfir
í samhæft tengt tæki er svartakkanum
haldið niðri í u.þ.b. 2 sekúndur.