Tengt við tvö tæki
Hægt er að hafa höfuðtólið tengt við
tvö tæki samtímis.
Sjálfgefið er að höfuðtólið geti aðeins
verið tengt einu tæki í einu. Til að
leyfa að höfuðtólið sé tengt við tvö
tæki skaltu slökkva á höfuðtólinu
og halda rofanum inni og renna
hljóðstyrkstakkanum til og halda
honum inni í u.þ.b. 5 sekúndur. Græna
stöðuljósið blikkar einu sinni.
Til að leyfa að höfuðtólið sé tengt
við aðeins eitt tæki skaltu slökkva
á höfuðtólinu og halda rofanum inni
og renna til hljóðstyrkstakkanum og
halda honum inni í u.þ.b. 5 sekúndur.
Gula stöðuljósið blikkar einu sinni.
Ef höfuðtólið getur tengst tveimur
tækjum í einu og endurval eða
raddstýrt val er notað, þá er hringt úr
tækinu sem síðast var hringt úr þegar
höfuðtólið var tengt við það.