Höfuðtólið parað og tengt
Para þarf og tengja höfuðtólið við
samhæft tæki áður en hægt er að
nota það.
Hægt er að para höfuðtólið við allt að
átta tæki en aðeins er hægt að tengja
það við tvö tæki í einu.
1. Gakktu úr skugga um að kveikt sé
á tækinu og að slökkt sé á
höfuðtólinu.
2. Hafi höfuðtólið ekki verið parað
áður við tæki skaltu kveikja
á höfuðtólinu. Höfuðtólið fer
í pörunarhaminn og bláa
stöðuljósið fer að blikkar hratt.
Ef höfuðtólið hefur áður verið
parað við tæki skaltu gæta þess að
slökkt sé á höfuðtólinu, og halda
síðan rofanum inni í u.þ.b.
5 sekúndur þar til bláa stöðuljósið
fer að blikka hratt.
3. Kveiktu á Bluetooth í símanum
eftir u.þ.b. 3 mínútur og láttu leita
að Bluetooth-tækjum. Nánari
upplýsingar er að finna
í notendahandbók tækisins.
4. Veldu höfuðtólið af listanum yfir
þau tæki sem fundust.
ÍSLENSKA
5. Ef þörf krefur sláðu þá inn
aðgangskóðann 0000 til að para
og tengja höfuðtólið við tækið.
Í sumum tækjum gæti þurft að
koma tengingunni á að pörun
lokinni.
Þegar höfuðtólið er tengt við minnst
eitt tækið og er tilbúið til notkunar
blikkar bláa stöðuljósið hægt.
Til að tengja höfuðtólið handvirkt við
eitt eða tvö þeirra tækja sem síðast
voru notuð skaltu halda svartakkanum
inni í u.þ.b. 2 sekúndur (þegar ekkert
tæki er tengt) eða koma tengingunni
á í Bluetooth-valmynd viðkomandi
tækis. Ef tæki er tengt við höfuðtólið
og þú vilt tengja annað tæki við það
skaltu koma tengingunni á í
Bluetooth-valmynd tækisins.
Hugsanlega er hægt að stilla tækið
þannig að höfuðtólið tengist því
sjálfkrafa. Í Nokia-tækjum er þessi
möguleiki virkjaður með því að breyta
stillingum fyrir pöruð tæki
í Bluetooth-valmyndinni.